Orlofsíbúðir í Kópavogi
Sjómannafélagið á fjórar íbúðir í fjölbýlishúsi að Núpalind 6 í Kópavogi sem er í hinum nýja kjarna höfuðborgarsvæðisins, steinsnar frá hinni glæsilegu verslunarmiðstöð, Smáralind.
Íbúðirnar eru 98 fm að stærð, þriggja herbergja og staðsettar á 2, 3, 4 og 6. hæð hússins. Íbúðirnar eru búnar öllum þeim þægindum sem góðum orlofsíbúðum sæmir. Nýlega er búið að taka allar íbúðirnar í gegn. Íbúðirnar eru til útleigu fyrir félagsmenn árið um kring en gott er að panta með góðum fyrirvara.
Svefnstæði í íbúðinni eru fyrir 4 og svo er 2 manna svefnsófi í stofu. Öll helstu heimilistæki eru í íbúðunum, borðbúnaður fyrir 10 manns, þvottavél, þurrkari, ungbarnarúm svo fátt eitt sé nefnt.
Hægt er að panta sumarhúsaáskrift af 365 miðlum ehf. Leiðbeiningar eru í íbúðunum.
Umsjónaraðili fyrir íbúðirnar er Sólar ehf, Kleppsmýrarvegi 8, sími: 581-4000.
Leigendur verða að koma með sitt lín sjálfir, þ.e. lín utan um sængurfatnað og handklæði. Diskaþurrkur, borðtuskur og gólftuskur eru til staðar í íbúðunum.
Leigutímabil íbúðanna er frá kl. 17:00 á fimmtudegi til kl. 13:00 næst fimmtudag á eftir. Fari svo að leigjandi nýti sér ekki að vera allt tímabilið er mjög áríðandi að láta skrifstofu félagsins vita um það.
Vikuleiga íbúðanna fyrir félagsmenn er kr 32.000.-