Sumabústaður

Sumarbústaður á Illugastöðum

Félagið á einn sumarbústað (hús nr. 9) í sumarhúsabyggðinni á Illugastöðum í Fnjóskadal, en þar er rómuð aðstaða til orlofsdvalar. Bústaðurinn var byggður 2015/16 og er allur hinn glæsilegasti og er allt til alls í honum. Alls geta 8 gist í bústaðnum í einu. Haustið 2017 var lagður ljósleiðari í öll húsin á svæðinu. Í húsin er því komin þráðlaus nettengin og myndlykill frá Vodafone þar sem leigendur hafa aðgang að heilmikilli afþreyingu í gegnum Vodafone PLAY.

Á Illugastöðum er rekin þjónustumiðstöð yfir sumartímann. Þar er sundlaug, heitur pottur, minigolf og ýmislegt annað til að stytta stundirnar í sumarylnum. Illugastaðir eru líka frábærlega staðsettir gagnvart gönguferðum, stangveiði og skoðunarferðum um Þingeyjarsýslur og Eyjafjörð.

Bústaðurinn á Illugastöðum er til útleigu árið um kring. Tekið er á móti pöntunum vegna sumar - og vetrardvalar í bústaðnum á skrifstofu Sjómannafélags Eyjafjarðar. Einnig er hægt að panta og greiða fyrir leigu í gegn um félagavefinn sem er hér á forsíðu heimasíðunnar. Úthlutun fyrir sumarmánuðina þe. júní júlí og ágúst fer fram fyrstu dagana í maí, ár hvert, og sitja þeir fyrir í úthlutun sem ekki hafa dvalið í bústaðnum síðustu þrjú ár fyrir úthlutun.

Hér er hægt að sjá myndband úr bústaðnum

Nánar um bústaðinn :

1 rúm 160*200 cm
2 rúm 80*200 cm
1 koja einföld að ofan, tvíbreið að neðan
Sængur og koddar fyrir 7
Útvarp/CD
Sjónvarp 
DVD 
Örbylgjuofn
Gasgrill 
Heitur pottur
Nettenging
Þvottavél 
Þurrkari
Uppþvottavél

 

Vetur / Koma og brottför : Á mánudögum - fimmtudags á leigjandinn rétt á aða koma til dvalar í húsin á milli kl 15 og 21, á fimmtudögum milli kl 15 og 18 og á föstudögum milli kl 15 og 21. Húsið skal rýmt eigi síðar en kl 15 á brottfarardag. Ef leigjandi kemst ekki á tilgreindum komutíma þarf að láta umsjónarmann vita á símatíma milli kl 13 og 17, mánudaga - fimmtudags og kl. 13 til 21 á föstudögum.

Sumar / Koma og brottför : Orlofshúin eru leigð í viku í senn yfir sumartímann og skipt á föstudögum. Leigjandi á rétt á að koma til dvalar í húsið á milli kl 15 og 21. Húsið skal rýmt eigi síðar en kl 12 á brottfarardag. Ef leigjandi kemst ekki á tilgreindum komutíma þarf að láta umsjónarmann vita á símatíma milli kl 13 og 17, mánudaga - fimmtudags og kl. 13 til 21 á föstudögum.

Bannað er að reykja í húsunum og gæludýr eru stranglega bönnuð á svæðinu.

Lyklar: 
Afhendast hjá umsjónarmanni á Illugastöðum gegn framvísun leigusamnings.

Helstu upplýsingar um aðstöðu í húsunum:
Rúmstæði fyrir 8 - Sængur fyrir 8 - Koddar fyrir 8 -  Borðbúnaður fyrir 6-8
Sjónvarp - DVD 
Gasgrill - Heitur Pottur
Barnarúm - Barnastóll er hægt að fá lánað í þjónustuhúsi. 

Það sem fólk þarf sérstaklega að taka með sér er: 
Lín í rúm og handklæði.

 

Svæði